24:00
Í fyrndinni reyndu forverar okkar að ná taki á tímanum. Þeir hentust á eftir honum í eins konar eltingarleik og þegar þróunin hafði loksins gefið þeim tímaskyn þóttust þeir geta klukkað hann. Stássið hangir nú uppi á vegg eigendum til prýði eins og uppstoppað dýrshöfuð í húsi ævintýramanns.

Í rauninni náðu þeir honum aldrei. Þetta var eins og að reisa rimla utan um sjálfan sig og segjast þannig hafa fangað umheiminn. Ólin er enn spennt um höndina. Hamstrahjólið snýst enn. Þó maður eigi dagatal eru dagar hans samt taldir, og enn í dag er maðurinn fangi eigin huga, en hugfanginn eftir sem áður.  
Henrik
1985 - ...


Ljóð eftir Henrik

Tilbúin fegurð
24:00
Staður
flökkusögur
jarðarför mánans
brúna viðarfiðlan
til hvítra skýja