hin magnaða sjón
með augum mínum sé ég allt
Ég sé nútíð og fortíð og framtíð
Ég sé george bush presintera world pís
og kjarnorkuvopn á góðum prís
ég sé stríð úti heimi og fólkið sem grætur
og fólk inni stofu með skítuga fætur
uppi á borði, horfandi á fréttir
til að heyra um hvað aðrir þjást
til þess að geta verið sátt við sína ömurlegu tilveru
í leit að öllu og engu
ég sé vini mína í dópi og halda að það sé ekkert mál
þeir eru við stjórnvölinn
en ég veit betur því ég sé að í þeirra sál
er tómarúm sem þeir reyna að fylla
með utanaðkomandi efnum
en ég veit betur því að ég sé allt
en helst langar mig til að leggjast útaf
slappa af og loka augunum…..
 
karitas
1988 - ...
æi bara eitthvað til að hreinsa hugann minn


Ljóð eftir karitas

hin magnaða sjón