Grimmdin í hjarta mannsins
Sumu fólki er alveg sama
Um mig, þig og ALLA
Það eina sem þau hugsa um
er að ná að brjóta sem flesta niður
taka brotnar sálir þeirra og safna þeim saman
eiga þær útaf fyrir sig, hafa þær sem huggunn
brotnar sálirnar,
brotinn hjörtu,
og lítra á tárum.
Og á meðan þau horfa á mig fella tár,
hlæjja þau öll
Til að fagna því að þau hafa náð að brjóta mig aftur
safna saman brotonum og nota þau sem huggunn.
Gera þau svo þetta aftur og aftur bara til að þeim líði vel
velja krakka úr hópnum, pynnta hann líkamlega, andlega.
Hversu grimmt getur fólk orðið?
bara til þess að fá huggunn
brjóta niður aðrar sálir
eyðileggja líf þeirra
drekkja þeim í þunglyndi og tárum
bara til að safna saman brotum í sjálfsmynd sína
bara til að getað horft á spegilmynd sína glaður
á meðan þeir sem hafa týnt brotum úr sál sinni
þola sig ekki lengur og vilja losna úr þessum heimi
hverfa fyrir fullt og allt, frá öllu og öllum.
 
Andrea
1991 - ...
Lýsing á því hversu grimmt mannkynið getur orðið.


Ljóð eftir Andreu

Grimmdin í hjarta mannsins