Hraðsoðið fréttabréf 2005
Sælar og blessaðar systurnar góðu!!!
Sit ég nú einn heima í þoku og móðu.
Allt sæmilegt er að segja,
smávegis verið að heyja,
bleðlana hérna er hestar áður tróðu.
Við náttúruöflin nýtir víst ekkert að tjá.
Núna spáir regni og þurrkur er liðin hjá.
Við engan sýnum sút,
sæmilegt er að ríða út,
og hestarnir eru okkur til sóma að sjá.
Nú, Helgi okkar kom fljúgandi í fyrradag
og fór þá að komast hér æði margt í lag.
Það skrapp allt í skorður,
á Skótanum fór svo norður,
og mamma okkar með og þar líkur brag.
Sit ég nú einn heima í þoku og móðu.
Allt sæmilegt er að segja,
smávegis verið að heyja,
bleðlana hérna er hestar áður tróðu.
Við náttúruöflin nýtir víst ekkert að tjá.
Núna spáir regni og þurrkur er liðin hjá.
Við engan sýnum sút,
sæmilegt er að ríða út,
og hestarnir eru okkur til sóma að sjá.
Nú, Helgi okkar kom fljúgandi í fyrradag
og fór þá að komast hér æði margt í lag.
Það skrapp allt í skorður,
á Skótanum fór svo norður,
og mamma okkar með og þar líkur brag.