Minning

Þú hvarfst, þú lést.
Ég man svo lítið eftir þér.
Enda var ég bara ungt barn
þegar þú hvarfst.
Hvarfst frá öllum þeim,
þeim sem þóttu vænt um þig.
Ég myndi gera allt bara til
að líta augum á þig.
Ég hef bara séð myndir af þér,
og ég man þig þannig.
Ég væri alveg til í að kynnast þér
og sjá hve góð þú varst.
En ég verð víst að lifa án þín.
Ég mun samt alltaf geyma þig,
geyma þig í hjarta mínu.
Það er sú minning,
minning sem ég varðveiti vel og lengi.
 
Silja
1984 - ...


Ljóð eftir Silju

Minning