Gærdagur
Hver dagur í hverfulum tíma
hverfur í skugga alda.
Grá er sú lífsins glíma,
þá sálir og líkamar gjalda.

Brennd er sú brú er bar,
til baka ei má snúa,
því ekkert áður það var,
þungt megum við búa.

Sálin með sín skörð,
svalt um hjartarætur.
Gleymd ei framin gjörð,
grafnar sárabætur
 
Gamli gráni
1956 - ...


Ljóð eftir Gamla grána

Gærdagur