Marta Einars frá Bæ í Lóni
Berjaferðin:
Þau brugðu sér í berjamó að vanda
og býsna mikið tók honum að standa
því að útum allar lautir og móa
hann ætlaði á Ingibjörgu að róa.
Hann lagði hana í laut eina mikla
og limurinn fór þá allur að sprikla.
“Æ, leyfðu mér það aðeins fyrir oddinn
því mig er farið að taka svo í broddinn!”
En ungmeyjan þá um fór að brjótast.
“Ekki skaltu uppá mig skjótast
og þótt þú brýnir bísefann betur
þá breima verð ég aldrei í vetur!”
Svaraði ung þannig fyrir sig:
Ljótur þó að Simbi sé
samt er annað verra.
Gerir oft að öðrum spé
enginn vill þann herra.
Þau brugðu sér í berjamó að vanda
og býsna mikið tók honum að standa
því að útum allar lautir og móa
hann ætlaði á Ingibjörgu að róa.
Hann lagði hana í laut eina mikla
og limurinn fór þá allur að sprikla.
“Æ, leyfðu mér það aðeins fyrir oddinn
því mig er farið að taka svo í broddinn!”
En ungmeyjan þá um fór að brjótast.
“Ekki skaltu uppá mig skjótast
og þótt þú brýnir bísefann betur
þá breima verð ég aldrei í vetur!”
Svaraði ung þannig fyrir sig:
Ljótur þó að Simbi sé
samt er annað verra.
Gerir oft að öðrum spé
enginn vill þann herra.
Marta Einarsdóttir frá Bæ í Lóni var móðir mín og lifði frá 1905-1953 Hún orti um Berjaferðina hér í Skálateigi 2 á meðan að hún handmjólkaði kýrnar eitt kvöldið, um systur sína Nönnu Ingibjörgu og Friðrik fóstbróður pabba míns síðar kenndan við Skóhlíð á Héraði. Þau voru þá bæði vel stálpaðir unglingar.