Vetur.
Nú kveikt er í öllum húsum ljós
því heimaskip hefur lagt til sjós.
Og vakin eru börn það er veðra nótt
í vindinum hvín og engum rótt.
Því þorpið er þúst við yzta haf
og þrútið brim færir strönd á kaf.
Þeir hljótt ganga einir um kaldar dyr
er hraustir burt sigldu ljúfum byr.
Þar tómlegt er hús en talar til mín
og tignarlegt hefur fjarðar sýn.
Ég kveð þá einn í kyrrð á nöf
þeir hvíla þar enn í votri gröf.
En hljótt undir sól við hamra grjót
og hátt yfir vog og öldubrjót.
Er vonin sem kaldan vermir barm
veit að þú berð þinn dulda harm.
Við bíðum guðs börn
við blámóðu strönd
og höldumst þá hönd í hönd.
því heimaskip hefur lagt til sjós.
Og vakin eru börn það er veðra nótt
í vindinum hvín og engum rótt.
Því þorpið er þúst við yzta haf
og þrútið brim færir strönd á kaf.
Þeir hljótt ganga einir um kaldar dyr
er hraustir burt sigldu ljúfum byr.
Þar tómlegt er hús en talar til mín
og tignarlegt hefur fjarðar sýn.
Ég kveð þá einn í kyrrð á nöf
þeir hvíla þar enn í votri gröf.
En hljótt undir sól við hamra grjót
og hátt yfir vog og öldubrjót.
Er vonin sem kaldan vermir barm
veit að þú berð þinn dulda harm.
Við bíðum guðs börn
við blámóðu strönd
og höldumst þá hönd í hönd.