Afmælispartýljóð 2005
Vín er drukkið víðar en á börum.
Vín leiðir marga í soll.
Vínið fylgir oft kröppum kjörum
og keypt er víða í toll.
Færum nú glösin fljótt að vörum
fyrr en þau velta um koll.
Takta sýnum og teigum snörum
og tökum úr okkur hroll.
Vín er gott ég varð fyrir svörum.
Víndrykkja er mjög holl.
Burtu á reikandi fótum við förum
og föllum í næsta poll.
Vín leiðir marga í soll.
Vínið fylgir oft kröppum kjörum
og keypt er víða í toll.
Færum nú glösin fljótt að vörum
fyrr en þau velta um koll.
Takta sýnum og teigum snörum
og tökum úr okkur hroll.
Vín er gott ég varð fyrir svörum.
Víndrykkja er mjög holl.
Burtu á reikandi fótum við förum
og föllum í næsta poll.
Ég lagði útaf því er ungur maður sem sat við hliðina á mér í afmælispartýi setti fullt vínglas sitt um koll á sófaborðinu.