Bláa höndin 28.9.2005
Bláa höndin sýnist mér nú býsna vinnuhörð
og Bónus vill helst grafa sex fet niður í jörð!
Sagt er af í fréttum að menn noti bolabrögð
en bestu orðin eru þau sem aldrei eru sögð!
“Mikið var drottinn góður að búa til bjór!!!!!!”
Býsnaðist Ási félagi og dollan hans var stór,
skenkti mér eina líka og við skáluðum í kór,
skál af því úr Ríkisstjórn Davíð Oddsson fór!
Það er svo, að leiðasta stykkið liggur lengst á diski
og það er alveg eins með bölvað Ríkisstjórnarhyski,
sem raunar ætti hvergi að mega vinna nema í fiski.
Hann magnaði þjóðar-misréttið í mikinn óskapnað,
mannréttarbrota og siðleysisdómum sinnti ekki par,
í lífeyris- og fiskveiðistjórn var mönnum mismunað,
mál öryrkja dæma um skítlegt eðlið við stjórnarfar!
Þá brestur marga manngreindina er mest við liggur!
og margur er vegna kosninga hungraður og hryggur
en hælist þá um auðjöfurinn sem peningana þiggur!
Alltaf lengist svo hér meira landsmanna launabilið
og margur hefur spekingurinn mælt á bak við þilið
að menn fái það að launum sem að þeir eigi skilið!
og Bónus vill helst grafa sex fet niður í jörð!
Sagt er af í fréttum að menn noti bolabrögð
en bestu orðin eru þau sem aldrei eru sögð!
“Mikið var drottinn góður að búa til bjór!!!!!!”
Býsnaðist Ási félagi og dollan hans var stór,
skenkti mér eina líka og við skáluðum í kór,
skál af því úr Ríkisstjórn Davíð Oddsson fór!
Það er svo, að leiðasta stykkið liggur lengst á diski
og það er alveg eins með bölvað Ríkisstjórnarhyski,
sem raunar ætti hvergi að mega vinna nema í fiski.
Hann magnaði þjóðar-misréttið í mikinn óskapnað,
mannréttarbrota og siðleysisdómum sinnti ekki par,
í lífeyris- og fiskveiðistjórn var mönnum mismunað,
mál öryrkja dæma um skítlegt eðlið við stjórnarfar!
Þá brestur marga manngreindina er mest við liggur!
og margur er vegna kosninga hungraður og hryggur
en hælist þá um auðjöfurinn sem peningana þiggur!
Alltaf lengist svo hér meira landsmanna launabilið
og margur hefur spekingurinn mælt á bak við þilið
að menn fái það að launum sem að þeir eigi skilið!
26.9.2005 voru morgunfréttirnar aðallega um Bláu höndina og Svörtu klíkuna, sem vildi knésetja Bónusfeðga með öllum ráðum og dáðum. Tveimur dögum síðar hætti Davíð Oddsson á Ráðherrastóli og eru verk hans nú lofuð í hástert