fortíðin
Fortíðarminningar til mín sækja
Líf mitt og drauma flækja
Tárum ég græt þar til ég sef
Löngu horfna tíma í holu ég gref


Tárum er ég að eyða
Í vonlaust ástand og leiða
Minningum er ekki hægt að gleyma
Fortíðina ég þarf að geyma


Lífið er svo fagurt ég vil því ekki eyða
Í dapurlega daga og tilgangslausan leiða
Mitt innra sjálf ég finn í mér
Og æðri máttur minn um mig sér  
svandís
1983 - ...


Ljóð eftir svandísi

nýtt líf
fortíðin
blekking
...