

Ef lífið er eitt heljarinnar tómarúm,
og við erum öll hér til að fylla það.
Stendur stór stýrimaður,
og stýrir okkur.
Með ósýnilega þræði fasta í bakið á okkur.
Teiknar okkur inn í myndasögur.
Brýtur í okkur hjörtun
og hellir vatni í augun.
Erum við öll þáttakendur
í sýndarveruleikanum?
og við erum öll hér til að fylla það.
Stendur stór stýrimaður,
og stýrir okkur.
Með ósýnilega þræði fasta í bakið á okkur.
Teiknar okkur inn í myndasögur.
Brýtur í okkur hjörtun
og hellir vatni í augun.
Erum við öll þáttakendur
í sýndarveruleikanum?