Grettir.
Þótt sköpin hafi á skafli tök
er sjaldan báran ein og stök.
Sjábratta eyði eyja.
Færðar voru fórnir hér
feigðar rúnum vafinn fer.
Því eitt sinn skal hver deyja.
Ég olli mörgum æðru og kvöl
en átti ei annarra kosta völ.
Breyskur er hugur og hold.
Kyrrlátir kveðjið mig horfinn
hrakinn í útlegð og sorfinn.
Hvílið minn bróður í vígðri mold.
Er sorgin sló á strengi sína
skárust þeir í kviku mína.
Fýkur í fannir um fjalladali.
Bitur gekk ég einn frá borði
er birtist hún í dánarorði.
Fljúgðu svanur um himinsali.
Röddin kveður djúp og dimm
dynur í Garði við sönginn þinn.
Upprís sólin í austri hátt.
Illt skal af illu hljóta
illt muntu af verki njóta.
Andvarpsstunu við höggið átt.
Orða þinna á þú ráð
uppskerð það sem til er sáð.
Aldir renna eldar kynda.
Bæði ráða guð og gifta.
Grímu munu árin svipta
af öllum er á móti synda.
er sjaldan báran ein og stök.
Sjábratta eyði eyja.
Færðar voru fórnir hér
feigðar rúnum vafinn fer.
Því eitt sinn skal hver deyja.
Ég olli mörgum æðru og kvöl
en átti ei annarra kosta völ.
Breyskur er hugur og hold.
Kyrrlátir kveðjið mig horfinn
hrakinn í útlegð og sorfinn.
Hvílið minn bróður í vígðri mold.
Er sorgin sló á strengi sína
skárust þeir í kviku mína.
Fýkur í fannir um fjalladali.
Bitur gekk ég einn frá borði
er birtist hún í dánarorði.
Fljúgðu svanur um himinsali.
Röddin kveður djúp og dimm
dynur í Garði við sönginn þinn.
Upprís sólin í austri hátt.
Illt skal af illu hljóta
illt muntu af verki njóta.
Andvarpsstunu við höggið átt.
Orða þinna á þú ráð
uppskerð það sem til er sáð.
Aldir renna eldar kynda.
Bæði ráða guð og gifta.
Grímu munu árin svipta
af öllum er á móti synda.