Stend þér við hlið
Stattu á þínu,
berðu höfuðið hátt.
Taktu á móti öðrum
með góðvild og sátt.
Ég stend þér við hlið
þegar veröldin hrynur,
en stattu á fætur,
hvað sem á dynur.
Þegar ég sá þig
í fyrsta sinn anda,
ég minntist þess að eitt sinn
ég lærði sjálf að standa.
Lífið líður hratt,
dagar verða að árum
og oftar en ekki
tilfinningar að tárum.
En mundu að hvert eitt
þitt brennandi spor,
yljar mínu hjarta
um vetur og vor.  
Hulda P
1984 - ...


Ljóð eftir Huldu P

kveðja
Til dóttur minnar
Í takt
Dag einn
Vangaveltur
Sól og máni
Af himnum ofan
Stjórnlaus
Opið sár
Ævintýri
ónæmur
Vetur
Sólsetur
Skilnaður
Ótrúr
Ólsen ólsen
Fjársjóðir
Daggartár
Litbrigði lífs míns
fjöruborð
Orð af himnum
Sigurdans
Óskadraumur
Minningar
Ef
Hugsanir mínar
Haust
Lífsins braut
Tónverk lífsins
Hugsana rusl
Stend þér við hlið
Hafið og ég
Vængjaþytur