

Ég geng um fornar slóðir
Og finn fyrir öndum samtímans
Þeir biðja mig mjúklega um leyninúmer
En fjara svo út ásamt þungbúnum hugsunum mínum.
Og það er aðeins lítill partur í þessu litla lífi
Sem lætur mér líða líkt og nú
Hljómar holtsins kalla á mig
Skyndilega sakna ég alls sem ég aldrei hafði.
Andrúmsloftið fyllir lungu mín af kaldri golu fortíðarinnar
Og opnum örmum geng ég á móti ljósinu
Sem vill endilega bjóða mér sæti
Í hægindastól sumarsins.
En fornir tímar bera mig út nóttina
Yfir kaldan ís holtsins
Sem svo oft hefur elskað mig heitar en allt
Þó svo að ástin hafi ekki verið endurgoldin
Og finn fyrir öndum samtímans
Þeir biðja mig mjúklega um leyninúmer
En fjara svo út ásamt þungbúnum hugsunum mínum.
Og það er aðeins lítill partur í þessu litla lífi
Sem lætur mér líða líkt og nú
Hljómar holtsins kalla á mig
Skyndilega sakna ég alls sem ég aldrei hafði.
Andrúmsloftið fyllir lungu mín af kaldri golu fortíðarinnar
Og opnum örmum geng ég á móti ljósinu
Sem vill endilega bjóða mér sæti
Í hægindastól sumarsins.
En fornir tímar bera mig út nóttina
Yfir kaldan ís holtsins
Sem svo oft hefur elskað mig heitar en allt
Þó svo að ástin hafi ekki verið endurgoldin