

Ég hugsa oft, ef það hefði ekki gerst.
Og velti fyrir mér,
Ef þú hefðir ekki farið frá okkur.
Þegar það er rætt ríkir þögn í húsinu.
Ef hún hefði ekki kynnst þér.
Ef þú hefðir ekki kynnst henni.
Lygarnar sem báru þig gegn um árin,
Og í mörg ár runnu fögur tárin.
Það var sagt, að tíminn gæti læknað sárin.
En þau eru hér enn, og opnast við og við.
Þöglar næturnar minna á kalda stríðið,
Og all sem byrgt hefur verið inni,
Læðist stundum út
Og allt brotnar niður.
Og velti fyrir mér,
Ef þú hefðir ekki farið frá okkur.
Þegar það er rætt ríkir þögn í húsinu.
Ef hún hefði ekki kynnst þér.
Ef þú hefðir ekki kynnst henni.
Lygarnar sem báru þig gegn um árin,
Og í mörg ár runnu fögur tárin.
Það var sagt, að tíminn gæti læknað sárin.
En þau eru hér enn, og opnast við og við.
Þöglar næturnar minna á kalda stríðið,
Og all sem byrgt hefur verið inni,
Læðist stundum út
Og allt brotnar niður.