ljóðskilnaður
Hjörtun slógu í takt
Tikk takk tikk takk
Takturinn ómar ennþá
Augun sem mættust voru tjarnir
Í skógarjaðri
Sefið grænkaði
Fiskarnir syntu í silfurtæru
Bliki augnanna
Gullfiskar
Bronsfiskar
órjúfanlegrar
Nándar
Ávextir munnsins voru
rauðar melónur
safinn streymdi niður munnvikin
hlægjandi tungan sleikti út um
orðin glóaldin framtíðarsýna
útsprungnar rósir án þyrna
líkamar féllu saman sem púsluspil
faðmlögin himinbláar silkislæður
logandi heitur hitabeltissandur
þráin girndin og gleðin léku sér saman
í lendunum
færðu sig neðar og neðar
sleipt rautt logandi skaut
hrópaði á lim í konungsskrúða
fullnægja ástaratlota fylltu lífið
órofa líkamar lágu lengi
lengi lengi
langalengi
utan um
hvorn annan


tikk takk
takk tikk
tika takka
tik tak
takka
hjörtun hættu
hættu
hættu að slá
hættu að slá í takt
djúp augnanna
varð myrkt
sefið hengdi gulnuð höfuð
yfir gruggugri tjörn
fiskarnir flutu
grásvartir
lífvana
í vatnsborðinu
nefið nam myglaðan keim
einsemdar
uppskerubrestur orðanna
draumarnir brostnir
tungan þyrnum stráð
faðmlögum lokið
kvíði og depurð
rann um lendar
og skautið grét


 
kamelia
1955 - ...


Ljóð eftir kamaliu

ljóðskilnaður