

Þú situr á hinum enda salarins
Umkringdur fólki sem elskar þig
Og ég stari á þig
Líkt og þú hafir gert mér mein
Hver einasta hreyfing þín myndar þau orð
Er særðu mitt hjarta, sem fyrir var brostið
Og ég kenndi þér um.
Minn missir, mín sök, þitt vandamál.
Og ég stari enn, hugsa enn og finn ennþá til
Í brjósti mínu hjartað hamast og þú ert til
Haltu mér í fangi þínu í kvöld
Því á morgun mun ég deyja.
Umkringdur fólki sem elskar þig
Og ég stari á þig
Líkt og þú hafir gert mér mein
Hver einasta hreyfing þín myndar þau orð
Er særðu mitt hjarta, sem fyrir var brostið
Og ég kenndi þér um.
Minn missir, mín sök, þitt vandamál.
Og ég stari enn, hugsa enn og finn ennþá til
Í brjósti mínu hjartað hamast og þú ert til
Haltu mér í fangi þínu í kvöld
Því á morgun mun ég deyja.