Prakkarastrik
Lítil stúlka,
og vinkonur hennar,
kátar,
glaðar,
einn sólríkan dag í maí.
Skólinn að klárast,
ekkert að gera,
allan daginn.

Skyndilega fynnst þeim rosalega sniðugt,
að stinga af að heiman,
þær grípa pakka af kexkökum,
kókómjólk,
og hlaupa í skó,
og út.

Hvað er að?
Foreldrarnir virðast ekki taka eftir neinu.
Þær fá samviskubit,
fara aftur heim.
Aðeins voru liðnar 20mínútur,
en fyrir þeim var þetta heil eilífð.

Að þessir blessuðu foreldrar,
skyldu ekki hafa tekið eftir,
hvarfi barnanna.
Þykir þeim ekki vænt um okkur lengur?
 
María Dís
1989 - ...
Þetta ljóð samdi ég um mitt stærsta prakkarastrik.


Ljóð eftir Maríu Dís

Prakkarastrik