Karlmennska
Við drekkum og drekkum
Brennivín af stút
Hákarl við étum
og skemmd eistu undan hrút
Við kyrjum og kveðum
Kvöld eftir kvöld
og munum gera svo
Fram á næstu öld

Við erum íslenskir karlmenn
og drykkj’er okkar lag
Við eltumst við kvenmenn
Fram á næsta dag

Botnvarpan í klofinu
Hefur tekið völd
Fögur fljóðin eltum
Fram á næsta kvöld
Við fögnum því og kyrjum allir saman nú
Við drekkum í takt og skálum fyrir frú
 
Snorri Páll
1980 - ...


Ljóð eftir Snorra Pál

Little Boy
Karlmennska
Inside
Today i cry
Now
Why