Sagan af Lillu


Hún er óð, eitraði móðirin blóðið?
Og ekki eru vinir sem enn eru góðir
Eiturlyfjaher, þar sem foringinn er eitraður.
Í töfluformi, skelfur neitandinn á beinunum.
Hún er brotin, og er ein að brest’í grát
hvar i fjandanum eru foreldrarnir þá.
Lífið alltaf eins, alltaf skuldir til að borga.
Fleiri félagar sem sofna, fleiri bein til þess að brotna.
Hún er alltaf ein, buin að missa vitið.
Ýmyndaðar raddir eru hennar einu vinir.
Hvernig varð hun að’henni, hún að þessu eitri?
Til staðar til að hjálpa var engin nema eitrið.
Lilla missir vitið og veit ekki hver ræður
Í hvítum slopp vafrar ásamt fleiri hræðum.
Sem að vit’ekki hvað gerist er þau sofn’í sinni ælu.
En ruglið hófst eitt kvöld í miðbænum
ung og vitlaus, labbar inná bar
Þar sem svín og hræsnarar, vilja að þú verðir þar.
Þar sem köll verða óp;.þar sem matur verður dóp.
Þar sem henni var nauðgað, þeir bund’ana við stól.
Hún er lítill og saklaus, sæt stelpa
á allt lífið framundan, en hvert leiðir spennan.
Strákar, bílar, dóp eða alcohol.
Hún öskar á mömmu sína, ætlar vera úti í alla nótt.
Fer hún að dreyma, um sig og pabba
alein og öskrar, kondu til baka.
Sagði mér frá öllu, en ég trúði aldrei neinu.
Sagði að stolt sitt væri orðið að engu.
Hlustaði ekki, fyrr ég fékk símtal í maí.
Heyrði að það væri ekki alltí læ er Lilla sagði bæ.
Ég kom, kom, og Lilla var þar.
Með lyfjaglas og gras, syngja sitt síðasta.
Bruna uppá slysó, og beint inná staðinn.
Hjálpaðu nú Lillu þó að hún sé illa farin
Hún var þreytt, þreytt, hún var aum.
Bara einn smók og barn fór á listabraut.
Atvinnulaus, og ekki í skóla.
Hefur þú ekkert merkilegra að gera en að dópa.
Fyrir dópið, dópið, og þetta drasl.
Lítil stúlka setur líkhaman í pant.
Hún ætlar ekki að þrauka, dásamlegt líf.
Föst á hæli fær hún eiturlyf frítt.
Manstu eftir stund sem átti sér stað í blokk.
Þú faðmaðir mig svo oft sagðir að lífið væri gott.
Þú ætlaðir aldrei að sleppa, ég vissi hvað var að.
Sváfum saman þessa nótt, samt sem félagar
Þeir hringdu í morgun, sögðu hana af.
Sögðu hana hafa trylst og fengið of stóran skamt.
Ganga stúlkurnar kvæstu, sögðu mér að fara heim.
Ef ég hefði hlustað hefðiru ekki verið ein....þú ert ekki ein, þú ert ekki ein....
 
Jóel Sigurðsson
1988 - ...


Ljóð eftir Jóel

Helíum-Blaðra
Sagan af Lillu