Grikkland að kvöldi
Í Grikklandi, vakandi,
sólin var steikjandi,
gróðurinn ylmandi,
konurnar töfrandi,
hundarnir slefandi,
moskítóbitin ergjandi,
hóstinn kæfandi,
tónlistin lifandi,
maturinn fyllandi,
bjórinn gefandi ,
og Tómas sofandi.
 
Kjartan Örn Sigurðsson
1975 - ...
27.08.1994


Ljóð eftir Kjartan Örn Sigurðsson

Mitt Líf
Grikkland að kvöldi
Vopnahlé
Óðar flugur