Hann eða ég
Blóðug rigningin
var þyngri en hamarshögg
á pissudúkku.
Lúna kom upp um mig.
Tunglsljósið málaði blóðið fjólublátt,
sem umkringdi skósólana.
Enginn flótti, engar bakdyr.
En skjótar hendur á
nóvembernótt
synda upp Dettifoss
og skokka upp Öræfi.
\"Annaðhvort var það hann eða ég\"

\"Hvar er pabbi þinn?\"
\"Niðrí kjallara eða uppá
lofti held ég.\"

...eða bæði hugsar hann
og glottir.  
Helgi Rafn
1987 - ...
Í byrjun ljóðsins er frásögn í 1. persónu en í lokin í 3. persónu. Það er vegna þess að eftir verknaðinn sem strákurinn fremur þá virðist hann missa sjónar af sjálfum sér; hann umbreytist í eitthvað sálarlaust. 1. persónu-sögumaðurinn hverfur og "ég" verður "hann".


Ljóð eftir Helga Rafn

Guðrún
Hann eða ég
Vakna ekki
Klaufi