Sálmur á nýju ári
Margir eru hræddir við þína lífsins leið
og leita að friði við efstu grösin þreytt.
Þeir vita um krossinn og kvíðann sem beið
en kalla upp á torgi að allt sé orðið breytt.
Geislar geti brennt og glitbirtan sterk
og sár gróið ílla og jafnvel okkur brennt.
Þeir segja þetta sagnir og einskis nýtið verk
því sporin hafi máðst og í þau hafi fennt.
En orð þín eru ljósið er fyllir djúpan dal
þótt dimmir skuggar fyrstir falli þar að.
Fánarnir flakta það var hermannatal
í fjarlægð glampar á þyrnirunnablað.
og leita að friði við efstu grösin þreytt.
Þeir vita um krossinn og kvíðann sem beið
en kalla upp á torgi að allt sé orðið breytt.
Geislar geti brennt og glitbirtan sterk
og sár gróið ílla og jafnvel okkur brennt.
Þeir segja þetta sagnir og einskis nýtið verk
því sporin hafi máðst og í þau hafi fennt.
En orð þín eru ljósið er fyllir djúpan dal
þótt dimmir skuggar fyrstir falli þar að.
Fánarnir flakta það var hermannatal
í fjarlægð glampar á þyrnirunnablað.