Ástin
Í stjörnum og sænum
við snarkandi eld.
Í brjósti og bænum
bíður ástin í kveld.
Hún segir mér sögur
og syngur til mín.
Er falleg og fögur
sem fingurgull þín.
Hún velkist um veður
og villist um skeið.
En kemur og kveður
og heilsar um leið.
Hún er stríður strengur
og stundum of kalt.
Hún er falinn fengur
og fyrirgefur allt.
Ég er gjöfin sem gefur
ég er gömul en ný.
Er í sálinni sefur
og sorginni bý.
Ég lokka og læðist
úr launsátri renn.
Í hugangum hrærist
og hjartanu brenn.
við snarkandi eld.
Í brjósti og bænum
bíður ástin í kveld.
Hún segir mér sögur
og syngur til mín.
Er falleg og fögur
sem fingurgull þín.
Hún velkist um veður
og villist um skeið.
En kemur og kveður
og heilsar um leið.
Hún er stríður strengur
og stundum of kalt.
Hún er falinn fengur
og fyrirgefur allt.
Ég er gjöfin sem gefur
ég er gömul en ný.
Er í sálinni sefur
og sorginni bý.
Ég lokka og læðist
úr launsátri renn.
Í hugangum hrærist
og hjartanu brenn.