Fráfall
Snögglega án vonar birtist sorgin
sviptur mun úr heimi þessum frá
ég sýna mun að sál mín hún sé borgin
og sannanlega mun þér unnt að sjá

þó lífsins logar slokkni og brenni yfir
lát ekki harminn angra huga þinn
því minning um mig áfram hjá þér lifir
meta skalt það til góða vinur minn

Gleðjast máttu yfir gömlum fundum
glaður vera í sinni,bragði og hress
þá sólskin birtast mun úr sorta stundum
er ljóst þér verður hvar ég skipa sess

Við hægri hönd lausnari okkar situr
hjá drottni vorum mun mér líða vel
mín vegna máttu ei því vera bitur
og mundu hvar í tilveru ég dvel  
Danner
1970 - ...


Ljóð eftir Danner

Fráfall
Náttúruspjöll