Til þín
Ennþá speglast árin þín
Í Silfrastaðaá.
Sé ég gömlu gullin mín
ég gaf þér Baldursbrá.
Upp við ísaköldu ver
ertu enn í för með mér.
Hátt við Hrafntinnusker
er hjartað mitt enn hjá þér.
Tindri vatn í Tjarnargíg
þá tár á hvarmi skín.
Villist ég á vonum flýg
með vorið heim til þín.
Fari ég um Köldukinn
og hvikul Svörtuloft.
Veit ég vel um hugann þinn
og vaki stundum oft.
Upp við efstu heiðarhá
er himinnboginn blár.
Neðst við napra Jökulsá
er næturdraumur grár.
Brönugras við Brunasand
bleikt við silkilín.
Ástin græðir eyðiland
og æviárin mín.
Í Silfrastaðaá.
Sé ég gömlu gullin mín
ég gaf þér Baldursbrá.
Upp við ísaköldu ver
ertu enn í för með mér.
Hátt við Hrafntinnusker
er hjartað mitt enn hjá þér.
Tindri vatn í Tjarnargíg
þá tár á hvarmi skín.
Villist ég á vonum flýg
með vorið heim til þín.
Fari ég um Köldukinn
og hvikul Svörtuloft.
Veit ég vel um hugann þinn
og vaki stundum oft.
Upp við efstu heiðarhá
er himinnboginn blár.
Neðst við napra Jökulsá
er næturdraumur grár.
Brönugras við Brunasand
bleikt við silkilín.
Ástin græðir eyðiland
og æviárin mín.