Þegar ég heyri góðs manns getið
Þegar ég heyri góðs manns getið
glaðnar yfir mér um sinn.
Þá er eins og dögun dafni,
drýgi bjarma um himininn;
Vonum fjölgi, veður batni,
vökni af döggum jarðar kinn.

Jafnvel þó í fótspor fenni,
fjúki í skjólin heimaranns,
gott er að signa göfugmenni,
gjalda blessun minning hans,
dreifa skini yfir enni,
ilmi um brjóst hins fallna manns.  
Guðmundur Friðjónsson
1896 - ...


Ljóð eftir Guðmund Friðjónsson

Þegar ég heyri góðs manns getið