Einfaldleiki
Blekkti ég mig?
Hvað hélt ég?
Var ég að lifa í
voninni?
Eða er ég einfaldur?
óreyndur og vitlaus?
í hringiðu lífsins
kann ekki reglurnar.
Hverjar eru reglurnar?
sem fólk lifir eftir,
hleypur um í amstri dagsins,
óafvitandi um flækjur lífsins.
Ég vil læra reglurnar,
en enginn getur kennt mér,
því enginn segist kunna þær,
eða vita um þær.
Það er erfitt að vera
einfaldur.
Hvað hélt ég?
Var ég að lifa í
voninni?
Eða er ég einfaldur?
óreyndur og vitlaus?
í hringiðu lífsins
kann ekki reglurnar.
Hverjar eru reglurnar?
sem fólk lifir eftir,
hleypur um í amstri dagsins,
óafvitandi um flækjur lífsins.
Ég vil læra reglurnar,
en enginn getur kennt mér,
því enginn segist kunna þær,
eða vita um þær.
Það er erfitt að vera
einfaldur.
Þegar maður hefur lifað lífi sínu án þess að læra almennilega félagsleg samskipti og jafnvel mannleg. Þá er erfitt að læra þau seinna á ævinni á skömmum tíma.
Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
31.05.02
Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
31.05.02