Einhliða ást
Ástin er sem lítill fugl
sem þenur sig og flöktir.
Skrítið er nú allt það rugl
en áfram allt samt höktir.

Ástin hefur blíðan blæ
en veldur gjarnan trega.
Sér stingur niður á hverjum bæ
og fólk sér hegðar furðulega.

Furðuleg er ástin ein
og ei ávallt endurgoldin.
Heyrast mörg þá harmakvein
ríkir gjarnan sorgin.

Sorgin hún er ansi sár,
er von þá hjartað bresti?
Og koma fram þar mikil tár
svo og áherslur á lesti.

Hjartað þagnar, sálin grær
mildast verstur treginn.
Ef að fólk í friði fær
að horfa fram á veginn.  
Ágúst Örn Jóhannesson
1973 - ...


Ljóð eftir Ágúst Örn Jóhannesson

Ást
Change
Næst..
Einhliða ást