Listin að sigra sjálfan sig
Ég gæti sagt þér hvernig mér liði
ef sálin væri ekki öll á iði
uppfull af tilgangslausu kliði

Ég fylgdi öllum reglunum
þrúgandi þrýstingnum
æpandi auglýsingaskiltunum

\"Þú verður að vinna þína vinnu
þræla fyrir ölmusu
sá fyrir tómri uppskeru\"

En hann dregur mig niður
þessi ævaforni siður
milli okkar er enginn friður

Því frjáls vill ég anda
þrátt fyrir mína vankanta
flögra milli óþekktra landa

þá mun ég þess freista
að kveikja vonarneista
trú á manninn treysta

kynnast öllu öðru
frelsa sál úr snöru
jafnvel skrifa litla sögu

um allar mínar hugsanir
þrálátu langanir
eigingjörnu kvartanir


nei,
burt með þessa neikvæðni
hvernig væri að iðka jákvæðni
sýna algera hreinskilni

eins langt og augað sér
þá gæti ég sigrast á sjálfum mér
svo ég hafi eitthvað að gefa þér
 
Sigurgestur Jóhann
1983 - ...


Ljóð eftir Sigurgest Jóhann

Listin að sigra sjálfan sig
Ignorance is a bliss