kirkjugarðsdiskó
Einn á ráfi undir morgun
Á kafi í drukknuðum sorgum
Veit varla hvert hann gengur
Góður fengur,
Fyrir augu sem fylgjast með
Yfir kirkjugarðsvegginn
Partýið er rétt að byrja.

Hann hefðI ekki átt að stytta sér leið
Lítið hann vissi um það sem beið
Rankaði við sér litlu síðar,
Móttökur blíðar
En eitthvað var öðruvísi
Bakvið kirkjugarðsvegginn
Partýið er rétt að byrja.

Dj-inn er dauður en spilar þétt
Gestirnir sálir sem völdu ekki rétt
Búsið er rautt, dansgólfið dautt
en er eilífðin ung.
Partýið er rétt að byrja.

Hann vel sér unir hjá nýjum vinum
Hjálpar til við að ræna hinum,
Ráfandi um morgun´í
Drukknuðum sorgum
Býður betra líf
Bakvið kirkjugarðsvegginn
Partýið er rétt að byrja.

Dj-inn er dauður en spilar þétt
Gestirnir sálir sem völdu ekki rétt
Búsið er rautt, dansgólfið dautt
en eilífðin er ung.
Partýið er rétt að byrja

Partýið er rétt að byrja.
 
Sasi
1977 - ...


Ljóð eftir Sasa

the world of closed eyes
kirkjugarðsdiskó
deadline