Undur og stórmerki
Ástarljóð dóttur minnar
til mannsins sem hún elskar
Hún gefur
gefur
Kannski trúir hún að orðin hafi
töframátt,
kannski trúir hún að hann muni
allt í einu
fatta fegðurðina.
Einlægnina
Skilja hvað hún hefur að gefa.
Ég elska sköpunargáfu hennar
tilfinningar, einlægnina
Ég er gömul, gæti sagt henni
að maðurinn sem hún elskar
hefur ekki hæflleika til að meta
það sem hún hefur fram að færa.
Og þau munu ekki ná saman.
Samt orti ég svona ljóð til pabba hennar.
Og við erum löngu skilin.
Tölum um veðrið, verðbólguna, ástandið í
landinu, ég skynja einhvers staðar
djúpt í hugskoti hans einhverjar
tilfinningar til krakkanna og mín,
hann skildi aldrei gjöfina.
Svo- hvað get ég sagt henni?
Frá einmanaleika skáldsins?
Hún fær aldrei neitt frá honum
í líkingu við það sem hún gefur.
Svo ég stend hljóðog fylgist með
henni gefa og gefa, breiða út vænti sköpunar sinnar og fá aldrei svar í líkingu við það. Einmanaleiki.
Það er hægt að búa við hann.
Svo ég hugga mig við að dást að sköpunarhæfileikum hennar,
hlusta á Angie með Rolling Stones, krosslegg fingur og vona að hún
haldi í sköpunargáfuna. Skítt með þennan strákaula sem skilur ekki fegurð.  
CeCelia
1955 - ...


Ljóð eftir CeCeliu

Undur og stórmerki
Ljósker
Sátt