Sátt
Gyðingur á stríðstímum
Hjúfra mig í lélegri koju
með skítug rúmföt
lúsu
svöng
lifi ég eða dey á morgun?
Kalt.
Svo kalt.
Svöng.
Svo svöng.
Drepa þeir mig í morgunsárið
áður en morgunmatnum
verður slett í grautarskálarnar
Verð ég skorin á háls?
Ég lifi, því ég er klár,
kjaftfor. Stolt.
Þannig var það
árið 1968
á Íslandi.
Nasistarnir
faðir og bróðir
færðu tímann til
og við, þessi yngri
systkini
vorum gyðingarnir.
Þannig var það 1968
á Íslandi.
Við lifðum af í
fangabúðum þeirra
í 5 ár.
Ég er enn gyðingur
og leita að merkinu
á handleggnum á mér.
 
CeCelia
1955 - ...


Ljóð eftir CeCeliu

Undur og stórmerki
Ljósker
Sátt