

Haltu í mig
Því ég anda ekki rétt
Er að reyna að hugsa skýrt
En þú hverfur jafnt og þétt
Taktu í hendina á mér
Því ég missi takið brátt
Þú rennur burt frá mér
Og ég gæti ekki lifað án þín
Þú segir
Ég sakna þín
Eins og sjálfsagt sé að segja þessi orð
Þú hugsar
Ég elska þig
Líkt og heimurinn farist ef ég fer
Þig dreymir
Hve ég þrái þig!
Vilt fá að eiga hin hinstu orð
Sittu hérna hjá mér
Og líttu í augu mín
Þú veist þau eru blá
En hvernig eru þín?
Hvað erum við?
Bara draumur sem við elskum
Eða, þráhyggja sem við gröfum
Kannski, vinir sem að segja ekki orð
Því ég anda ekki rétt
Er að reyna að hugsa skýrt
En þú hverfur jafnt og þétt
Taktu í hendina á mér
Því ég missi takið brátt
Þú rennur burt frá mér
Og ég gæti ekki lifað án þín
Þú segir
Ég sakna þín
Eins og sjálfsagt sé að segja þessi orð
Þú hugsar
Ég elska þig
Líkt og heimurinn farist ef ég fer
Þig dreymir
Hve ég þrái þig!
Vilt fá að eiga hin hinstu orð
Sittu hérna hjá mér
Og líttu í augu mín
Þú veist þau eru blá
En hvernig eru þín?
Hvað erum við?
Bara draumur sem við elskum
Eða, þráhyggja sem við gröfum
Kannski, vinir sem að segja ekki orð