

Vinir sem aldrei deyja
Vinir sem deila þrám
Vinir sem elska meira
En lífsins sálarangist
Vinir sem elska hvort annað
Vinir sem segja aldrei frá
Vinir sem bara þegja
Þögnin segir þúsund orð
Snerting þín segir orðin
Sem aldrei komist hafa frá
Og hendur þínar eru kaldar
Og skjálfa til af þrá
Það gengur ekki vel
Best að ég sýni þér
Elsku elsku vinur minn
Ég hef aldrei, aldrei sagt þér.
Hvers vegna ég ekki þorði
Hvers vegna ég vék frá
Afhverju ég stari á hafið
Hví augu mín eru svo blá.
Því ég vil ekki að þú mér hafnir
Því ég elska þig of mikið
Því hafið hefur sært mig
Því tár mín, hafa runnið frá.
Haltu enn fastar í mig
Svo ég þjóti ekki á braut
Ég elska þig, æ leyfðu mér
Að deyja í faðmi þér í nótt.