Náttúruspjöll
Ég horfi út um gluggan
allt er iðandi af einhverskonar lífi
ég sé skýjabólstra sleikja fjallstinda
á leið sinni útí bláinn til uppgufunar
þeir hafa í það minnsta góðan tilgang
þeir vökva lífslind allra lífvera
ég kemst ekki hjá því að hugsa
hvert er ætlunarverk mannskepnunnar
og aðeins ein mynd lýstur huga minn
við erum hryðjuverkamenn nátturunnar  
Danner
1970 - ...


Ljóð eftir Danner

Fráfall
Náttúruspjöll