Við - líking
Þú,
sem blíður blær hafi liðið hjá,
dregið fingurgóma þína eftir strengjum hörpu,
líkt og hrynjandi sláttur hjarta míns
er þú strýkur líkama minn...

Ég,
sem lítið feimið fiðrildi,
kitla í þér hláturtaugarnar með vængjaslætti mínum,
líkt og kossar þínir kitla mig
er varir þínar snerta mig...

Við,
sem hamingjusamir einstaklingar,
og eiga framtíðina saman í hvors annars örmum,
líkt og tvístirni á himninum
er eyða ævi sinni saman...  
Margrét Björnsdóttir
1986 - ...
Þetta ljóð á að vera um OKKUR (tveir ástfangnir einstaklingar), það er verið að líkja OKKUR við eitthvað og því fannst mér tilvalið að nefna ljóðið "Við - líking".


Ljóð eftir Margréti

Við - líking