Ljóðaformáli til dætra 2006
Sælar verið þið ævinlega, sæturnar mætu!
Sjáið þið í vísum þessum einhverja glætu?
Ég hnoða og hnoða
því haldinn er doða.
Helst vil ég hafa á snærunum örlitla vætu.
Ekki er mikil viskan og andinn er snauður.
Ýmsir telja nú samt að ég sé ekki blauður.
Ég er að yrkja ljóð,
sem ekki þykja góð
en til verður þó tekið, þegar ég er dauður.
Sjáið þið í vísum þessum einhverja glætu?
Ég hnoða og hnoða
því haldinn er doða.
Helst vil ég hafa á snærunum örlitla vætu.
Ekki er mikil viskan og andinn er snauður.
Ýmsir telja nú samt að ég sé ekki blauður.
Ég er að yrkja ljóð,
sem ekki þykja góð
en til verður þó tekið, þegar ég er dauður.