Gloría gersemi
Ég var gera vísupart en gekk þó af stað.
Það glapti mig umferðin ég fór út á hlað.
Þar var þá,
Þórður á stjá,
sá var ríðandi ég er nú hræddur um það.
Hressir sem og oftar, þá heilsuðumst við.
Halda bændur enn uppá þann gamla sið.
Ég sagði svo,
sjáðu til sko:
,,Við að éta Gloríu skal ég leggja þér lið\".
Sýnilega við þetta honum snögglega brá,
snéri sér svo undan við að gráta nærri lá.
Fór fljótt,
fékk líkt og sótt,
að klappa “Gersemi” og gefa henni smá.
Sunnudagsútreiðina menn sækja hér vel.
Nú sýna vildi kostina, bóndinn, að ég tel.
Hún þeytti honum þá,
Þórður meiddur lá
og frétti ég að félögunum yrði ei um sel.
Enn er \"Gloría\" stríðalin og bundin á bás.
Best er hún þó vissulega í hakki og glás.
Lítil og ljót
og lyftir ekki hót.
Ég set það hér annál minn í aldanna rás.
Ég fer hérna auðvitað frjálslega með efni.
Fyrirgefi mér nágranni, að ég þetta nefni.
En ei fer þó fjarri,
ég fari sönnu nærri,
en ekki að skjótum skáldastyrk ég stefni.
Það glapti mig umferðin ég fór út á hlað.
Þar var þá,
Þórður á stjá,
sá var ríðandi ég er nú hræddur um það.
Hressir sem og oftar, þá heilsuðumst við.
Halda bændur enn uppá þann gamla sið.
Ég sagði svo,
sjáðu til sko:
,,Við að éta Gloríu skal ég leggja þér lið\".
Sýnilega við þetta honum snögglega brá,
snéri sér svo undan við að gráta nærri lá.
Fór fljótt,
fékk líkt og sótt,
að klappa “Gersemi” og gefa henni smá.
Sunnudagsútreiðina menn sækja hér vel.
Nú sýna vildi kostina, bóndinn, að ég tel.
Hún þeytti honum þá,
Þórður meiddur lá
og frétti ég að félögunum yrði ei um sel.
Enn er \"Gloría\" stríðalin og bundin á bás.
Best er hún þó vissulega í hakki og glás.
Lítil og ljót
og lyftir ekki hót.
Ég set það hér annál minn í aldanna rás.
Ég fer hérna auðvitað frjálslega með efni.
Fyrirgefi mér nágranni, að ég þetta nefni.
En ei fer þó fjarri,
ég fari sönnu nærri,
en ekki að skjótum skáldastyrk ég stefni.
Anno 2006