

Í höfugum svefni
stari ég inn í nóttina
og sé angist
framtíðar speglast
í blóðpolli
Tindar rísa eins
og rimlar úr
flatneskju óheillinda
tárin hulin sjáendum
Vonin berst með vindi
til óbyggilegra staða
fjarar út
Myrk nóttin horfir
inn í sál vora
kæfir leiðarljósið
sem sáð hafði verið fyrir
Tvær fylkingar renna
saman
ekkert nema tóm
og angistargrátur
sem renna saman
við dauðaóp
Eftir
einn sigurvegari
í eintóna heimi
stari ég inn í nóttina
og sé angist
framtíðar speglast
í blóðpolli
Tindar rísa eins
og rimlar úr
flatneskju óheillinda
tárin hulin sjáendum
Vonin berst með vindi
til óbyggilegra staða
fjarar út
Myrk nóttin horfir
inn í sál vora
kæfir leiðarljósið
sem sáð hafði verið fyrir
Tvær fylkingar renna
saman
ekkert nema tóm
og angistargrátur
sem renna saman
við dauðaóp
Eftir
einn sigurvegari
í eintóna heimi