Í slagabrýnu
Við slógum í slagabrýnu í kvöld,
er sóttu mig hér þrír garpar heim.
Ekki var þó mikil viskan við völd
enda vandrötuð leið í hvert geim.
En gleðin ríkti og gáskinn í bland
og gerði spilagjöfin því ekkert til.
Kaffið var líka kröftugra en hland
en við kunnum vel að gera því skil.
Eftir langa setu þeir bárust á braut.
Býsna hafði kvöldstund liðið skjótt.
Vinninginn þarna ég vissulega hlaut
en vissara er að mæla um það hljótt.
er sóttu mig hér þrír garpar heim.
Ekki var þó mikil viskan við völd
enda vandrötuð leið í hvert geim.
En gleðin ríkti og gáskinn í bland
og gerði spilagjöfin því ekkert til.
Kaffið var líka kröftugra en hland
en við kunnum vel að gera því skil.
Eftir langa setu þeir bárust á braut.
Býsna hafði kvöldstund liðið skjótt.
Vinninginn þarna ég vissulega hlaut
en vissara er að mæla um það hljótt.
Anno 2006