

Ég dansa í tjörunni
í takt við skínandi bílana
og bíð þess
að vera ekki keyrður niður.
Himininn hellir úr sér
yfir mig
eins og sósuskál
full af spagettílengjum
samankuðluðum í subbulegri sósu.
Húsin í gamla hverfinu heilsa mér
í þungum þönkum
og gera lítið
annað en bíða þess að vera rifin.
En rétt á meðan
þar til annað kemur
Dönsum við saman út framhaldið
yfir í eftirtímann
án þess að vita
að í raun var þetta búið fyrir löngu.
í takt við skínandi bílana
og bíð þess
að vera ekki keyrður niður.
Himininn hellir úr sér
yfir mig
eins og sósuskál
full af spagettílengjum
samankuðluðum í subbulegri sósu.
Húsin í gamla hverfinu heilsa mér
í þungum þönkum
og gera lítið
annað en bíða þess að vera rifin.
En rétt á meðan
þar til annað kemur
Dönsum við saman út framhaldið
yfir í eftirtímann
án þess að vita
að í raun var þetta búið fyrir löngu.
Artí fartí tilraun til að skrifa óljóð