Ein á ný

Ég vil ekki vera hér
Vildi ósk’að ég væri í fangi þér
En þú kvaddir mig
Og skugginn þinn minnir mig á þig
Hann er allt sem að eftir er,
Það eina sem eftir er af þér

Og sár mín gróa ei
Það liðna fæst ei breytt
Það er svo margt sem
Tíminn getur ei eytt

Er þú grést ég þerraði burt öll þín tár
Er þér blæddi græddi ég strax öll þín sár
Ég hélt í hönd þína öll þessi ár
En samt er ég ein á ný

Svo oft þú hélst mér fast
Í gegnum dimma vökunótt
Sagðir ,,ég elska þig”
Svo sofnaði ég fljótt
Er sólin vakti mig
Leit ég upp, gat hvergi fundið þig
Og þá var ég ein á ný
Ég gat ei sofnað aftur því..

Að sár mín gróa ei
Það liðna fæst ei breytt
Það er svo margt sem
Tíminn getur ei eytt

Er þú grést ég þerraði burt öll þín tár
Er þér blæddi græddi ég strax öll þín sár
Ég hélt í hönd þína öll þessi ár
En samt er ég ein á ný..

Í gegnum líf mitt höfum við verið eitt
En nú ert þú dáinn
Nú er ég ein, ég er ein

Er þú grést ég þerraði burt öll þín tár
Er þér blæddi græddi ég strax öll þín sár
Og ég hélt í hönd þína öll þessi ár
En samt er ég ein á ný
Á ný
Á ný
Á ný
 
Álfheiður
1989 - ...
Samið fyrir vinkonu við lagið My immortal. Hún söng þennan íslenska texta í söngvakeppni í skólanum sínum.


Ljóð eftir Álfheiði

Dómur er fallinn
Ein á ný