

Hugurinn hljóður,
hvítur,dofinn.
Sé hvernig allt snýst í andhverfu sína,
ástin,tilfinningarnar,lífið.
Horfi í draumsýn minni og
einfaldleika á tilveru okkar í gegnum
pússað gler.
Sé okkur sitja frjáls,
hamingjusöm,ástfangin í
skuggsælu hverfi einfaldleikans,
áttlaus,sátt og fullnægð.