Skyggnilýsing III



Á náttborðinu undir glugganum í norðurherberginu liggja þykk bindi
af ævi Jóhanns Kristófers eftir Romann Rolland.

Útí porti teygja kolsvartir drangstromparnir sig upp í stirndan himininn.
Yfir Esjunni blaktir silkislæðan geimverugræna.

Úr Dúalgrammifóninum leikur Reinbert Gymnopédiur Saties
svo hægt að hann er seinn tónleikagestur sem heitir Regn,
heldur niðri í sér andanum hætti að rigna og breytir sér í súld
sem úðast yfir áhorfendur í þakklætisskyni.

 
Hörður Gunnarsson
1962 - ...
Ljóð úr bók sem virðist aldrei ætla að koma út


Ljóð eftir Hörð Gunnarsson

Raunverulegar árur
Úr sumarkvöldmynd ljósmyndarans raunamædda
Skyggnilýsing III