Að sætta sig við
Stundum er vatnið ekki eins blautt
starir blint í eldinn án árangurs
beiskt og biturt en sauðþrátt
það eirir sér uppgjafar
og yfirgefur flauminn
nú litlir úðmolar sem dansa um
ég græt orðum en hnýt um tveggja skauta byr
með blóðbragð í munni því orðið er dautt
tennurnar sökkva dýpra og ég kyngi tungunni  
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn