Árans ári
Eilífur ári kveður um sinn vanda
hvert á hann að fara? ber á milli handa
allslaus, einskis laus, hengir haus
engan haus hann hefur þó,
í lofti hangir laus

Hann gengur, hann gengur
ósiðapostulinn
en samt gengur hann
líkt og aðalsmaður á jómfrúarvori
grípur hann stafinn sinn,
klappar saman hælunum
og dillar skegginu
góðan daginn segir hann
og bjöllur hringja,
klukkur klingja,
fyrirboði eða vottun?
dómsdagsklukkur?
 
Már Egilsson
1985 - ...


Ljóð eftir Má Egilsson

Svið
Styrjöld
Óþægindi
Eilífð þú mig ást
Óskabrunnur
Að sætta sig við
Árans ári
Halelúja
Blóðbankinn