Á ferð
Skaftá ygglda skæld og grett
streymir með jökulsalla.
Hrífunes á hólinn sett
horfir í átt til fjalla.
Kúðafljótið kalt við bug
kallar mig í fjarska.
Yfir auðn er oddaflug
undir er gömul aska.
Hvílir Katla hljóð um sinn
og Hjörleifshöfði sefur.
Mætast þarna stálin stinn
er stóra hlaupið kemur.
Eldgjá breiddi hraunið hrátt
og hefti gróður lengi.
Undan vellur vatnið blátt
vökvar tún og engi.
Í austri rís úfinn stór
öræfakirkjan hvíta.
Byggðin hér er hræddur kór
hrakinn á að líta.
Laki gamall lotinn er
liggur við innstu iður.
Máttlítill en hvílir hér
í herðar klofinn niður.
Augun eru söm við sig
sigraði Gunnar heimþrá.
Fósturjörð er fæddi mig
fögur ertu ennþá.
streymir með jökulsalla.
Hrífunes á hólinn sett
horfir í átt til fjalla.
Kúðafljótið kalt við bug
kallar mig í fjarska.
Yfir auðn er oddaflug
undir er gömul aska.
Hvílir Katla hljóð um sinn
og Hjörleifshöfði sefur.
Mætast þarna stálin stinn
er stóra hlaupið kemur.
Eldgjá breiddi hraunið hrátt
og hefti gróður lengi.
Undan vellur vatnið blátt
vökvar tún og engi.
Í austri rís úfinn stór
öræfakirkjan hvíta.
Byggðin hér er hræddur kór
hrakinn á að líta.
Laki gamall lotinn er
liggur við innstu iður.
Máttlítill en hvílir hér
í herðar klofinn niður.
Augun eru söm við sig
sigraði Gunnar heimþrá.
Fósturjörð er fæddi mig
fögur ertu ennþá.