The Reckless Poet
Ég skyldi verða hið brjálaða skáld
I should be the reckless poet
ljóðskáldið
the poet
með úfna hárið
crazy hair halos

hrifsað til mín orðin
sleppt þeim svo í hreiðrið mitt
með hröfnum undir stiganum
hinumegin

Í bláum kjól og gulum sokkum
með gullúr á keðju
Orðakeðju
Nothing sweet, no sweetness
Ekkert dútl
Bara brjálaða bína

I could be the reckless poet
Glottandi í dulargerfi
á grænum fjölskyldubíl

Ég gæti ort á nóttunni
eða á gatnamótum
Gula ljósið
vinkona mín

Í dulargerfi
Biding my time
brosi ég ávallt á almannfæri
bera aldrei tennurnar

Á nóttinni teyga ég litfagra tóna
tryllingur og tom tom
bylgjandi
bumbusláttur

Ég get njósnað um hina
The crazy spy
fylgst með þeim
gert þau óróleg

Hvað hét hún aftur?
Tálkvendið
Titrandi orð á stangli
Tungan
Tounge tied

Gárungarnir
tjóðraðir við golfvöllinn
Örgos og flaumæði
On the brink of fame
Mitt á meðal þeirra
I spy on them

Engin blíða í orðum mínum
engin glitrandi lækjarniður
hvorki fegurð né hrynjandi
íslenskra fossa

Urð og gtjót
Urð og grjót

Hrákadallur
ljóð mitt
Spit
Spitfire
 
ÁÁJ
1968 - ...


Ljóð eftir ÁÁJ

The Reckless Poet